-
Gát á dimmum vegi
Gát á dimmum vegief gangstétt finnst þar eigi:geng ég vinstra meginog alltaf nærri brún.Bílstjórarnir sjá mig,því bót er saumuð á mig:bót sem varpar ljósiog glóra kallast hún.Viðlag:Hér sjá þeir Línu langsokkmeð glóruband sem glitrar á.Birta frá Línu langsokker birtan sem þeir sjá.Gát á gatnamótum:bráðum geng ég vissum fótummerkta braut sem beinastþegar bíll er ekki í nánd.Hafa augun hjá sér:ekki horfa á tærnar á sér:bíða lags og loksinsvera laus úr götuþröng. -
Umferðalag 1
Brunum áfram, grænu ljósin lýsa,leiðin verður öllum bílum greið.Götuljósin bílum veginn lýsa,vagnar þjóta áfram sína leið.Ljósin grænu, krakkar lítið á,líkt þau segi: bílar áfram þá.Lag: Ríðum, ríðum -
Umferðalag 2
Rautt, rautt, rautt,stönsum strax við rautt;ekki má nú aka lengur,yfir götu fólkið gengur,rautt, rautt, rautt,stönsum strax við rautt.Grænt, grænt, grænt,ganga skal við grænt;á gatnamótum gætin standaog gá vel til beggja handa:grænt, grænt, grænt,ganga skal við grænt.Lag:Hæ, hæ, hæ, höldum burt úr bæ -
Umferðalag 3
Rauði karlinn, rauði karlinnkallar til þín hér.Hann biður þig að bíðabest er því að hlýða.Stans hann segirstans hann segirstans og gættu að þér.Græna karlinn, græna karlinnkrakkar þekkja flest.Göngumerki gefurgát á öllu hefuryfir götuöll við göngumglöð í einni röð.Lag: Gamli Nói -
Umferðalag 4
Ljósið rauða, ljósið rauðalætur gegna sér:Hér er hætta' á vegiheyrist mér það segi:stans og bíddu, stans og bíddu,stans og hlýddu mér.Gula ljósið, gula ljósiðglampar handan við:Horfðu' á báðar hendur,hyggð' að hvar þú stendur:engan asa, engan asa,agnarlitla bið.Ljósið græna, ljósið græna,loksins birtist það.Augljóst er án tafarallt sem geislinn stafar:Leiðin opin, leiðin opin,leggðu nú af stað.Lag: Gamli Nói