-
Alli, Palli og Erlingur
Alli, Palli og Erlingur þeir ætla að fara að sigla.Vantar vænan bát, en vita afbragðs ráðþeir fundu gamalt þvottafat, sem farið var að mygla.Sigla út á sjó og syngja hæ hæ hó.Seglið var úr afarstórum undirkjól,mastrið, það var skófluskaft og skútan lak og valtog hæ og hó, og hæ og híen skítt með það, við skulum komast fyrir því.Alli vildi ólmur til Ameríku faraen Palli sagði: "Portúgal er prýðis land"."Ertu frá þér Palli, nú ætlum við að sparasiglum beint og stefnum beint á Grænlandssand"."Ertu frá þér Erlingur, þú ert að fara í kafhatturinn þinn fýkur af og feykist út á haf".og hæ og hó, og hæ og híen skítt með það, við skulum komast fyrir því. -
Blátt lítið blóm eitt er
Blátt lítið blóm eitt er,ber nafnið: "Gleymdu' ei mér",væri ég fleygur fugl,flygi' ég til þín.Svo mína sálu núsigraða hefur þú.Engu ég unna máöðru en þér.Þýskt þjóðlag /Gylfi Þ Gíslason -
Dagur er risinn
Dagur er risinn rjóður í austri,raular mér kvæði þröstur á grein.Blessuðu tónar, blessaði dagur,blessaða veröld tindrandi hrein.Sólin er risin hátt upp á himin,hlæjandi dagur þerrar mín tár.Blessað sé ljósið, lífgjafinn mildi,lofaður veri himinninn blár.Ég elska lífið, ljósið og daginn,lofgjörð um heiminn fagnandi syng.Blessað sé lífið, blessað sé ljósið,blessaðir morgnar árið um kring.Ljóð: Heimir PálssonLag: Morning has broken(Cat Stevens) -
Göngum, göngum
Göngum, göngum,göngum upp í giliðgljúfrabúann til að sjá.Þar á klettasyllusvarti krummisínum börnum liggur hjáþjóðlag/ Þórður Kristleifsson -
Með sól í hjarta
Með sól í hjarta og söng á vörumvið setjumst niður í grænni lautÍ lágu kjarri við kveikjum eldinnkakó hitum og eldum graut.Enn logar sólin á Súlnatindumog senn fer nóttin um dalsins kinn.og skuggar lengjast og skátinn þreytisthann skríður sæll í pokann sinn.Og skáta dreymir í værðarvoðumum varðeld, kakó og nýjan dag.Af háum hrotum þá titra tjöldiní takti einmitt við þetta lag. -
Nú er sumar
Nú er sumar, gleðjist gumargaman er í dag.Brosir veröld víða, veðurlagsins blíða:,:eykur yndishag:,:Látum spretta spori léttaspræka fáka nú.Eftir sitji á engi, örvar víf og drengi:,:sumarskemmtun sú.:,: -
Oft um ljúfar
Oft um ljúfar, ljósar sumarnæturlæðist kvæði fram á skáldsins öndDjúpur friður gjörvallt sveitað læturbáran andar létt við lága ströndOg um þessar yndislegu stundirer ég fullu sáttur heiminn viðsest ég hugrór húsveggnum undirhægur nætursvali kyssir grundirandvarpar breytist mitt í kvæðaklið.Jón Laxdal/ Hannes Blöndal -
Signir sól
Signir sól, sérhvern hól.Sveitin klæðist geislakjól.Blómin blíð, björt og fríðblika fjalls í hlíð.Nú er fagurt flest í dagfuglar syngja gleðibrag.Sumarljóð, sæl og rjóð,syngja börnin góð.Þýskt þjóðlag/Gunnar M Magnús -
Sól sól skín á mig
Sólin er risin
sumar í bænum
sveitirnar klæðast
feldinum grænum
Ómar allt lífið af ylríkum söng
unaðsb jörtu dægrin löng
Sól sól skín á mig
ský, ský burt með þig
gott er í sólinni að gleðja sig
sól, sól skín á mig.Blómin vekja skrautlegan
iðandi angan,
andblærinn gælir við
marglitan vanga
Ómar allt lífið af ylríkum söng
unaðsbjörtu dægrin löngSól sól skín .... -
Sumarkveðja
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.Þú klæðir allt í gull og glans,
þú glæðir allar vonir manns,
og hvar sem tárin kvika á kinn
þau kyssir geislinn þinn.
Þú fyllir dalinn fuglasöng,
nú finnast ekki dægrin löng,
og heim í sveitir sendirðu æ
úr suðri hlýjan blæ.Þú frjóvgar, gleður, fæðir allt
um fjöll og dali og klæðir allt
og gangirðu undir gerist kalt,
þá grætur (þig) líka allt.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá. -
Syngjum á sólbjörtum degi
Við syngjum á sólbjörtum degi,við syngjum á koldimmri nótt.Við syngjum á láði og legi.Það lífgar og hressir vorn þrótt.Syngjum, syngjum, já, syngjumjá, syngjum í dag, í dag.Syngjum, syngjum,við syngjum, já, syngjum í dagOss söngvarnir sætastir ómaí sinni við æskunnar skart.Við elskum þá ódáinshljómaer umhverfis gera svo bjart.Syngjum, syngjumlLag: My Bonny -
Vér göngum
Vér göngum svo léttir í lundu,því lífsgleðin blasir oss við.Vér lifum á líðandi stunduvið lokkandi söngvanna klið.Tra la la la la la la,Vér göngum og syngjum hér saman,því söngurinn hann er vort mál.Og nú verður glaumur og gaman,nú gleðjist hver einasta sál.Tra la la la la la la….. -
Vikivakar
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða
draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt
vorið kemur, heimur hlýnar hjartað mitt.
Gakk þú út í græna lundinn
gáðu fram á bláu sundin
mundu að það er stutt hver stundin
stopult jarðneskt yndið þitt
vorið kemur, heimur hlýnar hjartað mitt.
Ah ahaha ….
Allt hið liðna er ljúft að geyma
láta sig í vöku dreyma
sólskinsdögum síst má gleyma
segðu engum manni hitt
vorið kemur, heimur hlýnar hjartað mitt.
Ah ahaha ….
Valgeir Guðjónsson/ Jóhannes úr Kötlum