-
Álfadansinn
Máninn hátt á himni skín
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður
og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
Glottir tungl, en hrín við hrönn
og hratt flýr stund.
Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt vér dansinn stígum,
dunar ísinn grár.
Bregðum ……
Nú er veður næsta frítt,
nóttin er svo blíð.
Blaktir blys í vindi,
blaktir líf í tíð.
Bregðum ……
Komi hver sem koma vill!
Komdu, nýja ár.
Dönsum dátt á svelli,
dunar ísinn blár.
Bregðum ……
Fær þú unað, yndi' og heill
öllum vættum lands.
Stutt er stund að líða,
stígum þétt vorn dans.
Bregðum ……
Máninn hátt á himni skín
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður
og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
Glottir tungl, en hrín við hrönn
-
Álfareiðin
Stóð ég úti' í tunglsljósi, stóð ég út við skóg;
stórir komu skarar, af álfum var þar nóg;
blésu þeir í sönglúðra' og bar þá að mér fljótt
:,: og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt. :,:
Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund,-
hornin jóa gullroðnu blika við lund,-
eins og þegar álftir af ísa grárri spöng
:,: fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng. :,:
Heilsaði' hún mér drottningin og hló að mér um leið,
hló að mér og hleypti hestinum á skeið.
Var það út af ástinni ungu, sem ég ber?
:,: Eða var það feigðin, sem kallar að mér? :,:
-
Góða veislu gjöra skal
Góða veislu gjöra skal, þá ég geng í dans,
kveð ég um kóng Pípín og Ólöfu dóttur hans.
Stígum fastar á fjöl, spörum ei vorn skó.
Guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól.
-
Nú árið er liðið
Nú árið er liðið
í aldanna skaut,
og aldrei það
kemur til baka.
Nú gengin er
sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er
runnið á eilífðarbraut
en minning þess víst
skal þó vaka.
Ó, gef þú oss, Drottinn,
enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir.
Gef himneska dögg
gegnum harmanna tár
gef himneskan frið
fyrir lausnarans sár
og eilífan unað um síðir
-
Nú er glatt hjá álfum öllum
Nú er glatt hjá álfum öllum.
Hæ, fadderí, faddera la-la.
Út úr göngum gljúfrahöllum
Hæ, fadderí, faddera la-la.
Fyrir löngu sest er sól.
Sjaldan eru brandajól.
Hæ, fadderí. Hæ, faddera.
Hæ, fadderí, faddera la-la.
Dönsum dátt á víðum velli.
Hæ, fadderí, faddera la-la.
Dunar hátt í hól og felli.
Hæ, fadderí, faddera la-la.
Álfasveinninn álfasnót
einni sýnir blíðuhót.
Hæ, fadderí. Hæ, faddera.
Hæ, fadderí, faddera la-la.
Dönsum létt með lipra fætur.
Hæ, fadderí, faddera la-la.
Stígum nett um stirndar nætur.
Hæ, fadderí, faddera la-la.
Dönsum blessuð brandajól,
björt uns rennur morgunsól.
Hæ, fadderí. Hæ, faddera.
Hæ, fadderí, faddera la-la.
-
Nú er glatt í hverjum hól
Nú er glatt í hverjum hól,
hátt nú allir kveði,
hinstu nótt um heilög jól,
höldum álfagleði.
Fagurt er rökkrið
við rammann vætta söng,
:,: syngjum hátt og dönsum
því nóttin er svo löng. :,:
Kátir ljúflings kveðum lag,
kveðum Draumbót snjalla,
kveðum glaðir Gýgjarslag,
glatt er nú á hjalla.
Fagurt er rökkrið ….
Veit ég Faldafeykir er
fáránlegur slagur,
og hann þreyta ætlum vér,
áður en rennur dagur.
Fagurt er rökkrið ….
Síðast reynum Rammaslag,
- rökkva látum betur,
það hið feiknum fyllta lag,
fjörgað dansinn getur.
Fagurt er rökkrið ….
Fyrst skal leika lögin mild,
léttan kveðum slaginn;
en á lögin töfrum trylld
treystum undir daginn.
Fagurt er rökkrið ….
Þá skulu vakna undur öll,
allir kraftar hrærast;
fram úr hömrum ferleg tröll
flykkjast þá og ærast.
Fagurt er rökkrið ….
Öllum býsnum braut sé rudd,
bifist hallir álfa;
þá skal foldin steini studd
stynja, nötra, skjálfa.
Fagurt er rökkrið ….
Vex þá fjör um fold og sæ,
fjötrar allir slitna;
þá skal vakna bóndi á bæ,
blóð í æðum hitna.
Fagurt er rökkrið ….
Áfram sérhvert undralag
efli hver, sem getur.
Síðast reynum Rammaslag,
- rökkva látum betur. _
Fagurt er rökkrið ….
og hverfur stund.