Leikskólinn Vinagerði

Menu
  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Leikskólinn Vinagerði
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Drekagerði
      • Álfagerði
      • Tröllagerði
      • Starfsfólk Sérkennslu
    • Eldhús
    • Söngbók
      • Sumarlög
      • Haustlög
      • Vetrarlög
      • Vinalög
      • Jólakvæði
      • Aðventulög
      • Jólatréssöngvar
      • Jólasálmar
      • Yngri börnin
      • Lífsleikni
      • Þulur og vísur
      • Tungumáladagur
      • Dýralög
      • Leikskólalög
      • Nýárssöngvar
      • Krummi
      • Umferðalög
      • Íslandslög
      • Vorlög
    • Viðburðadagatal
  • Umhverfismennt
  • Leikur að læra
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð

Leikskólinn Vinagerði

Langagerði 1, 108 Reykjavík
  411 3160
vinagerdi@rvkskolar.is

  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Leikskólinn Vinagerði
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Drekagerði
      • Álfagerði
      • Tröllagerði
      • Starfsfólk Sérkennslu
    • Eldhús
    • Söngbók
      • Sumarlög
      • Haustlög
      • Vetrarlög
      • Vinalög
      • Jólakvæði
      • Aðventulög
      • Jólatréssöngvar
      • Jólasálmar
      • Yngri börnin
      • Lífsleikni
      • Þulur og vísur
      • Tungumáladagur
      • Dýralög
      • Leikskólalög
      • Nýárssöngvar
      • Krummi
      • Umferðalög
      • Íslandslög
      • Vorlög
    • Viðburðadagatal
  • Umhverfismennt
  • Leikur að læra
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð

Leikskólalög

  • Agadú
  • Apalagið
  • Dropalagið
  • Fingraþula
  • Furðuverk
  • Fylgd
  • Guttavísur
  • Heyrðu snöggvast Snati minn
  • Í Hlíðarendakoti
  • Í leikskóla er gaman
  • Í rigningu ég sing
  • Lína Langsokkur
  • Lítil mús
  • Margt þarf að gera á morgnana
  • Risatröll
  • Sa ramm samm samm
  • Skógarakvæði
  • Tombai
  • Vinalagið
  • Það var eitt sinn könguló
  • Þegar barnið í fötin sín fer
  • Agadú

    Agadú, dú, dú, hrista epli niður úr tré

    agadú, dú, dú, hrista epli ekkert hlé

    vinstri snú, hægri snú

    hoppa upp og niður og styðja á hné

    dönsum öll saman nú síðan fá sér allir te.

  • Apalagið

    Fimm litlir apar

    sátu upp í tré.

    Þeir voru að stríða krókódíl:

    "Þú nærð ekki mér".

    Þá kom hann herra krókódíll

    hægt og rólega

    og BOMM!

    Fjórir litlir apar  

    osfrv.

    Þar til:

    enginn lítill api situr uppi í tré. 

  • Dropalagið

    Dl dl segja droparnir við pollinndl,

    dl, segja droparnir við pollinn.

    Og þeir stinga sér í kaf

    og breyta pollinum í haf.

     

  • Fingraþula

    Þumalfingur er mamman,

    sem var mér vænst og best.

    Vísifingur er pabbinn

    sem gaf mér rauðan hest.

    Langatöng er bróðir

    sem býr til falleg gull.

    Baugfingur er systir

    sem prónar sokka úr ull

    Litli fingur er barnið

    sem leikur að skel

    litli pínu anginn sem dafnar svo vel

    Hér er allt fólkið svo fallegt og nett.

    Fimm eru í bænum ef talið er rétt.

    Ósköp væri gaman hér í þessum heimi,

    ef öllum kæmi saman jafn vel og þeim.


  • Furðuverk

    Ég á augu, ég á eyru,

    ég á lítið skrýtið nef,

    ég á augabrúnir, augnalok

    sem lokast þegar ég sef,

    ég á kinnar og varir rauðar

    og á höfði hef ég hár

    eina tungu og tvö lungu

    og lengst inni hef ég sál.

    Því ég er furðuverk

    algjört furðuverk

    sem að guð bjó til.

    (lítið samt ég skil)

     

    Ég á tennur og blóð sem rennur

    og hjarta sem að slær

    tvær hendur og tvo fætur

    tíu fingur og tíu tær

    ég get gengið, ég get hlaupið

    ég kann að tala mannamál

    ég á bakhlið, ég á framhlið

    og heila sem er klár.

     

    Í heilanum spurningum

    ég velti fyrir mér

    og stundum koma svörin

    svona eins og af sjálfu sér

    en samt er margt svo skrítið

    sem ég ekki skil

    en það gerir ósköp lítið til

    því mér finnst gaman að vera til.

  • Fylgd

     

    Komdu, litli ljúfur
    labbi, pabba stúfur
    Látum draumsins dúfur
    dvelja inni um sinn,
    heiður er himininn.
    Blærinn faðmar bæinn,
    býður út í daginn.
    Komdu, kalli minn.
     
    Göngum upp með ánni,
    inn hjá mosaflánni,
    fram með gljúfurgjánni,
    gegn um móans lyng.
    Heyrirðu hvað ég syng
    Líkt og lambamóðir
    leit á fornar slóðir
    innst í hlíðarhring.
     
    Héðan sérðu hafið
    hvítum ljóma vafið,
    það á geymt og grafið
    full og perluskel,
    ef þú veiðr vel.
    En frammi á fjöllum háum,
    fjarri sævi bláum,
    sefur gamalt sel.
  • Guttavísur

     

    Sögu vil ég segja stutta
    sem að ég hef nýskeð frétt.
    Reyndar þekkið þið hann Gutta,
    það er alveg rétt.
    Óþekkur er ætíð anginn sá,
    út um bæinn stekkur hann og hoppar til og frá.
    Mömmu sinni unir aldrei hjá
    eða gegnir pabba sínum. Nei, nei, það er frá.
    Allan daginn út um bæinn
    eilíf heyrast köll í þeim:
    Gutti, Gutti, Gutti, Gutti,
    Gutti komdu heim.
     
    Andlitið er á þeim stutta
    oft sem rennblautt moldarflag,
    mædd er orðinn mamma' hans Gutta,
    mælir oft á dag:
    "Hvað varst þú að gera Gutti minn?
    Geturðu' ekki skammast þín að koma svona inn?
    Réttast væri' að flengja ræfilinn.
    Reifstu svona buxurnar og nýja jakkann þinn?
    Þú skalt ekki þræta Gutti,
    það er ekki nokkur vörn.
    Almáttugur en sú mæða
    að eiga svona börn".
     
    Gutti aldrei gegnir þessu
    grettir sig og bara hlær.
    Orðinn nærri' að einni klessu
    undir bíl í gær.
    Onaf háum vegg í dag hann datt
    drottinn minn, og stutta nefið það varð alveg flatt.
    Eins og pönnukaka, er það satt?
    Ojá, því er ver og miður, þetta var svo bratt.
    Nú er Gutta nefið snúið
    nú má hafa það á tröll.
    Nú er kvæðið næstum búið.
    Nú er sagan öll. 
  • Heyrðu snöggvast Snati minn

    Heyrðu snöggvast, Snati minn,

    snjalli vinur kæri,

    heldurðu ekki hringinn þinn 

    ég hermannlega bæri?

     

    Lof mér nú að leika að

    látúns hálsgjörð þinni,

    ég skal seinna jafna það

    með jólaköku minni.

     

    Jæja þá, í þetta sinn

    þér er heimil ólin.

    En hvenær koma, kæri minn,

    kakan þín og jólin?

                    Páll Ísólfsson/ Þorsteinn Erlingsson

  • Í Hlíðarendakoti

     

    Fyrr var oft í koti kátt,
    krakkar léku saman,
    þar var löngum hlegið hátt,
    hent að mörgu gaman.
    Úti' um stéttar urðu þar
    einatt skrítnar sögur,
     þegar saman safnast var
    sumarkvöldin fögur.
    Eins við brugðum okkur þá
    oft á milli bæja
    til að kankast eitthvað á
    eða til að hlæja.
    Margt eitt kvöld og margan dag
    máttum við í næði
    æfa saman eitthvert lag
    eða syngja kvæði.
    Bænum mínum heima hjá
    Hlíðar brekkum undir
    er svo margt að minnast á,
    margar glaðar stundir.
    Því vill hvarfla hugurinn,
    heillavinir góðir,
    heim í gamla hópinn minn,
    heim á fornar slóðir.
  • Í leikskóla er gaman

    Í leikskóla er gaman

    þar leika allir saman

    leika úti og inni

    og allir eru með.

     

    Hnoða leir og lita

    þið ættuð bara að vita

    hvað allir eru duglegir

    í leikskólanum hér.

  • Í rigningu ég sing

    :,: Í rigningu ég syng, í rigningu ég syng

    það er stórkostlegt veður mér líður svo vel:,:

    Arma út – arma að

    :,: atjúddi tja, atjúddi tja, atjúddi tja tja:,:

     

    :,: Í rigningu ég syng, í rigningu ég syng

    það er stórkostlegt veður mér líður svo vel:,:

    Beygja hnén....

     

    :,: Í rigningu ég syng, í rigningu ég syng

    það er stórkostlegt veður mér líður svo vel:,:

    Inn með tær....

     

    :,: Í rigningu ég syng, í rigningu ég syng

    það er stórkostlegt veður mér líður svo vel:,:

    Rassinn út....

     

    :,: Í rigningu ég syng, í rigningu ég syng

    það er stórkostlegt veður mér líður svo vel:,:

    Hakan upp...

     

    :,: Í rigningu ég syng, í rigningu ég syng

    það er stórkostlegt veður mér líður svo vel:,:

    Tungan út....

     

     

     

  • Lína Langsokkur

    Hér skal nú glens og gaman

    við getum spjallað saman
    gáum hvað þú getur,

    vinur gettu hver ég er.
    Verðlaun þér ég veiti

    ef veistu hvað ég heiti
    vaðir þú í villu

    þetta vil ég segja þér.

    Hér sérðu Línu Langsokk,

    tralla hopp, tralla hei, tralla hopp sa – sa,
    Hér sérðu Línu Langsokk, já líttu það er ég.

     

    Svo sérð þú minn apa,

    minn litla sæta apa
    herra Níels heitir,

    já, hann heitir reyndar það.
    Hérna höll mín gnæfir,

    við himin töfraborg mín gnæfir
    fannstu annan fegri

    eða frægðarmeiri stað.

     Hér sérðu Línu…

     

    Þú höll ei hefur slíka,
    ég á hest og rottu líka
    og kúfullan af krónum
    einnig kistil á ég mér.
    Veri allir vinir
    velkomnir einnig hinir
    nú  lifað skal og leikið
    þá skal líf í tuskum hér.

     Hér sérðu Línu…

  • Lítil mús

    Lítil mús, lítil mús,
    lítil húsamús.
    Lítil mús, lítil mús,
    lítil hagamús.
    Hvað gerir músin nú?
    Hún flýr í bóndans bú

  • Margt þarf að gera á morgnana

    Viðlag: Margt þarf að gera' á morgnana
    og margt er sem ekki má gleyma.

    Þannig er best að þvo um hönd,
    :,: að þvo um hönd. :,:

    Viðlag…

    Þannig er best að þvo um hönd,
    að þurrka má enginn gleyma.

     

    Viðlag…

    Þannig er best að þurrka hönd,
    :,: að þurrka hönd. :,:

     

    Viðlag…

    Þannig er best að þurrka hönd,
    að þurrka má enginn gleyma.

     

    Viðlag…

    Þannig er best að bursta tönn
    :,: að bursta tönn. :,:

    Viðlag…

    Þannig er best að bursta tönn,
    að bursta má enginn gleyma.

     

    Viðlag…

    Þannig er gott að greiða hár,
    :,: að greiða hár :,:

    Viðlag…

    Þannig er gott að greiða hár,
    að greiða má enginn gleyma.

  • Risatröll

    Hérna koma nokkur risatröll Hó, hó!

    Þau öskra svo það bergmálar um fjöll Hó, hó!

    Þau þramma yfir þúfurnar,

    svo fljúga burtu dúfurnar

    á bak við ský er sólin hlý í leyni.

    Hún skín á tröll, þá verða þau að steini.

     

  • Sa ramm samm samm

    :,:Sa ramm samm samm:,:

    Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí

    ramm samm samm

    :,:Sa ramm samm samm:,:

    Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí

    ramm samm samm

    :,:Hér er ég, hér er ég

    Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí

    ramm samm samm:,:

  • Skógarakvæði

     

    :,:Við götuna stóð hús:,:
    Við götuna stóð skógarahús
    skó, skó, skógarahús
    Við götuna stóð hús.
     
    :,:Í húsinu bjó karl:,:
    í húsinu bjó skógarakarl
    skó, skó, skógarakarl
    í húsinu bjó karl
     
    :,: Og karlinn átti frú:,:
    og karlinn átti skógarafrú
    o.s. frv.
     
    :,: Og hjónin áttu son
    o.s. frv.
     
    Og sonurinn átti hund
    o.s. frv.
     
    Og hundurin var með fló
    o.s.frv.
     
    Og flóin var með lús
    o.s.frv.
     
    :,:Nú syng ég ekki meir:,:
    Nú syng ég ekki skógarameir
    skó, skó, skógarameir
    nú syng ég ekki meir.
     
  • Tombai

    Tombai Tombai                    

    Tombai Tombai

    Tombai Tombai

    Tombai

    Don,Don,Don

    Diri don Diri diri

    Don don.

    Tra la la la la

    Tra la la la la

    Tra la la la la la.  Hei!

  • Vinalagið

    Við erum góð, góð hvert við annað,

    stríðum ekki eða meiðum neinn.

    Þegar við grátum þá huggar okkur einhver,

    þerrar tár og klappar okkar kinn.

                    þýskt lag

                    lag: Veistu að ég á lítinn dreng sem labbar

  • Það var eitt sinn könguló

    Það var eitt sinn könguló

    sem hafði átta fætur
    Því þurfti hún að fara
    -snemma á átta fætur
    -og fara í skóna
    -og reima skóna
    á átta fætur!

    Hún taldi: Einn, tveir, þrír, fjórir,
    fimm, sex, sjö,  - átta fætur !
    Tralalalla!  Ummhumhummhummum!
    Tralalalla! 

  • Þegar barnið í fötin sín fer

    Þegar barnið í föt sín fer

    fjarska margt að læra þörf er hér,

    fyrst er reynt að hneppa hnapp,

    í hnappagatið loks hann slapp,

    renna lás og reima skó,

    reyndar finnst mér komið nóg.

    Þetta er gjörvallt í grænum sjó.

     

    Við skulum hneppa, renna, smella, hnýta,

    hneppa, renna, smella, hnýta,

    hneppa, renna, smella, hnýta,

    hnýta slaufu á skó.

Söngbókin

Leikskólinn Vinagerði

Langagerði 1, 108 Reykjavík
411 3160
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sendu okkur póst
Innskráning