-
Gekk ég yfir
Gekk ég yfir sjó og land,
hitti þar einn gamlan mann.
Spurði svo og sagði svo:
"Hvar átt þú heima?"
"Ég á heima á Klapplandi,
Klapplandi, Klapplandi.
Ég á heima á Klapplandi,
Klapplandinu góða.
….. Hopplandi
….. Stapplandi
….. Hnerrlandi
….. Grátlandi
….. Hlælandi
….. Íslandi
-
Göngum við í kringum
Göngum við í kringum einiberjarunn,
:,: einiberjarunn :,:
Göngum við í kringum einiberjarunn,
snemma á mánudagsmorgni.
Svona gerum við er við þvoum okkar þvott.
:,: þvoum okkar þvott :,:
Svona gerum við er við þvoum okkar þvott.
snemma á mánudagsmorgni.
…. á þriðjudagsmorgni: Vindum okkar þvott
…. á miðvikudagsmorgni: Hengjum okkar þvott
…. á fimmtudagsmorgni: Teygjum okkar þvott
…. á föstudagsmorgni: Straujum okkar þvott
…. á laugardagsmorgni: Skúrum okkar gólf
…. á sunnudagsmorgni: Greiðum okkar hár
…. á sunnudagsmorgni: Göngum kirkjugólf
-
Jólasveinar einn og átta
Jólasveinar einn og átta
ofan komu' af fjöllunum,
í fyrrakvöld þeir fóru' að hátta,
fundu' hann Jón á Völlunum.
Andrés stóð þar utan gátta,
það átti' að færa' hann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju
öllum jólabjöllunum.
-
Jólasveinar ganga um gólf
Jólasveinar ganga' um gátt
með gildan staf í hendi.
Móðir þeirra hrín við hátt
og hýðir þá með vendi.
Upp á hól stendur ég og kanna.
Níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna.
Jólasveinar ganga' um gólf
með gylltan staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf
og hýðir þá með vendi.
Upp á stól stendur mín kanna.
Níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna.
-
Nú skal segja
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlar stúlkur gera:
Vagga brúðum, vagga brúðum
og svo snúa þær sér í hring.
…. litlir drengir gera: Sparka bolta ….
…. ungar stúlkur gera: Þær sig hneigja ….
…. ungir piltar gera: Taka ofan ….
…. gamlar konur gera: Prjóna sokka ….
…. gamlir karlar gera: Taka í nefið ….