Leikskólinn Vinagerði

Menu
  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Leikskólinn Vinagerði
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Drekagerði
      • Álfagerði
      • Tröllagerði
      • Starfsfólk Sérkennslu
    • Eldhús
    • Söngbók
      • Sumarlög
      • Haustlög
      • Vetrarlög
      • Vinalög
      • Jólakvæði
      • Aðventulög
      • Jólatréssöngvar
      • Jólasálmar
      • Yngri börnin
      • Lífsleikni
      • Þulur og vísur
      • Tungumáladagur
      • Dýralög
      • Leikskólalög
      • Nýárssöngvar
      • Krummi
      • Umferðalög
      • Íslandslög
      • Vorlög
    • Viðburðadagatal
  • Umhverfismennt
  • Leikur að læra
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð

Leikskólinn Vinagerði

Langagerði 1, 108 Reykjavík
  411 3160
vinagerdi@rvkskolar.is

  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Leikskólinn Vinagerði
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Drekagerði
      • Álfagerði
      • Tröllagerði
      • Starfsfólk Sérkennslu
    • Eldhús
    • Söngbók
      • Sumarlög
      • Haustlög
      • Vetrarlög
      • Vinalög
      • Jólakvæði
      • Aðventulög
      • Jólatréssöngvar
      • Jólasálmar
      • Yngri börnin
      • Lífsleikni
      • Þulur og vísur
      • Tungumáladagur
      • Dýralög
      • Leikskólalög
      • Nýárssöngvar
      • Krummi
      • Umferðalög
      • Íslandslög
      • Vorlög
    • Viðburðadagatal
  • Umhverfismennt
  • Leikur að læra
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð

Jólakvæði

  • Adam átti syni sjö
  • Babbi segir
  • Bjart er yfir Betlehem
  • Boðskapur Lúkasar
  • Ég sá mömmu kyssa jólasvein
  • En það sólskin
  • Gefðu mér gott í skóinn
  • Grýla kallar á börnin sín
  • Grýlukvæði
  • Heims um ból
  • Í Betlehem er barn oss fætt
  • Jólahjól
  • Jólasveinakvæði
  • Nóttin var sú ágæt ein
  • ó Grýla
  • Rúdolf með rauða trýnið
  • Við kveikjum einu kerti á
  • Þá nýfæddur Jesú
  • Adam átti syni sjö

    Adam átti syni sjö,

    sjö syni átti Adam.

    Adam elskaði alla þá

    og allir gerðu sem Adam.

     

    Hann sáði, hann sáði.

    Hann klappaði saman lófunum,

    hann stappaði niður fótunum,

    hann ruggaði sér í lendunum

    og sneri sér í hring.

     

  • Babbi segir

    Babbi segir, babbi segir:

    "Bráðum koma dýrðleg jól."

    Mamma segir, mamma segir:

    "Magga fær þá nýjan kjól."

     

    Hæ, hæ, ég hlakka til

    hann að fá og gjafirnar:

    Bjart ljós og barnaspil,

    borða sætar lummurnar.

     

     

    Babbi segir, babbi segir:

    "Blessuð Magga' ef stafar vel,

    henni gef ég, henni gef ég

    hörpudisk og gimburskel."

     

    Hæ, hæ, ég hlakka til

    hugljúf eignast gullin mín.

    Nú mig ég vanda vil,

    verða góða telpan þín.

     

    Mamma segir, mamma segir:

    "Magga litla' ef verður góð,

    henni gef ég, henni gef ég

    haus á snoturt brúðufljóð."

     

    Hæ, hæ, ég hlakka til,

    hugnæm verður brúðan fín.

    Hæ, hæ, ég hlakka til,

    himnesk verða jólin mín.

     

    Nú ég hátta, nú ég hátta

    niður í, pabbi, rúmið þitt.

    Ekkert þrátta, ekkert þrátta,

    allt les Faðirvorið mitt.

     

    Bíaðu, mamma mér,

    mild og góð er höndin þín.

    Góða nótt gefi þér

    Guð sem býr til jólin mín.

     

  • Bjart er yfir Betlehem

    Bjart er yfir Betlehem,

    blikar jólastjarna.

    Stjarnan mín og stjarnan þín,

    stjarnan allra barna.

     

    Var hún áður vitringum

    vegaljósið skæra.

    Barn í jötu borið var,

    barnið ljúfa, kæra.

     

    Víða höfðu vitringar

    vegi kannað hljóðir,

    fundið sínum ferðum á

    fjöldamargar þjóðir.

    Barst þeim allt frá Betlehem

    birtan undur skæra.

    Barn í jötu borið var,

    barnið ljúfa, kæra.

     

    Barni gjafir báru þeir.

    Blítt þá englar sungu.

    Lausnaranum lýstu þeir,

    lofgjörð drottni sungu.

     

    Bjart er yfir Betlehem,

    blikar jólastjarna.

    Stjarnan mín og stjarnan þín,

    stjarnan allra barna.

     

     

  • Boðskapur Lúkasar

    Forðum í bænum Betlehem
    var borinn sá sem er
    sonur guðs sem sorg og þraut
    og syndir manna ber

    Viðlag:
    ,;Hlustið englar himnum af
    þeim herra greina frá
    sem lagður var í
    lágan stall, en lýsir jörðu á;,

    Hirðum sem vöktu heiðum á
    og hjarða gættu um nótt
    englar gleði fluttu fregn
    um frelsun allri drótt
    Viðlag.

    Vitringum lýsti langan veg
    sú leiðar stjarna hrein
    sem ljóma heimi breyskum ber
    og bætir hölda mein
    Viðlag:

     

  • Ég sá mömmu kyssa jólasvein

    Ég sá mömmu kyssa jólasvein

    við jólatréð í stofunni í gær.

    Ég læddist létt á tá

    til að líta gjafir á,

    hún hélt ég væri steinsofandi Stínu dúkku hjá.

     

    Og ég sá mömmu kitla jólasvein

    og jólasveinninn út um skeggið hlær.

    Ja, sá hefði hlegið með,

    hann faðir minn, hefði' hann séð

    mömmu kyssa jólasvein í gær.

     

  • En það sólskin

     

    En það sólskin um mýrar og móa.
    merki vorsins um haga og tún, gróandi tún
    „Dýrðin” syngur í loftinun lóa
    Lyftast tekur á Íslandi brún, lyftist vor brún.
    Nú er glatt og gaman
    syngjum fjörugt: ha, ha, hæ, svo hljómi úr bæ
    út á víðan sæ.
    Tröllum hæ!
    Nú taka mun úr fjöllum allan snæ.
    Tra, la, la læ, tra, la, la, læ, tra, la, la, læ.
  • Gefðu mér gott í skóinn

    Gefðu mér gott í skóinn
    góði jólasveinn í nótt.
    Úti þú arkar snjóinn,
    inni sef ég vært og rótt.

    Góði þú mátt ei gleyma,
    glugganum er sef ég hjá.
    Dásamlegt er að dreyma
    dótið sem ég fæ þér frá.

    Góði sveinki gættu að skó
    gluggakistunni á,
    og þú mátt ei arka hjá
    án þess að setja neitt í þá.

    Gefðu mér einhvað glingur
    góði jólasveinn í nótt.
    Meðan þú söngva syngur
    sef ég bæði vært og rótt.

    Ó, hve skelfing yrði ég kát
    ef þú gæfir mér,
    eina dúkku, ígulker,
    eða bara hvað sem er.

    Gefðu mér einhvað glingur
    góði jólasveinn í nótt.
    Meðan þú söngva syngur
    sef ég bæði vært og rótt.

  • Grýla kallar á börnin sín

    Grýla kallar á börnin sín,
    þegar hún fer að sjóða
    til jóla:
    "Komið þið hingað öll til mín,
    ykkur vil ég bjóða,
    Leppur, Skreppur,
    Lápur, Skrápur,
    Langleggur og Skjóða,
    Völustakkur og Bóla."

  • Grýlukvæði

    Grýla hét tröllkerling
    leið og ljót
    með ferlega hönd
    og haltan fót.

    Í hömrunum bjó hún
    og horfði yfir sveit,
    var stundum mögur
    og stundum feit.

    Á börnunum valt það,
    hvað Grýla átti gott,
    og hvort hún fékk mat
    í sinn poka og sinn pott.

    Ef góð voru börnin
    var Grýla svöng,
    og raulaði ófagran
    sultarsöng.

    Ef slæm voru börnin
    varð Grýla glöð,
    og fálmaði í pokann sinn
    fingrahröð.

    Og skálmaði úr hamrinum
    heldur gleið,
    og óð inn í bæina
    - beina leið.

    Þar tók hún hin óþekku
    angaskinn,
    og potaði þeim
    nið'r í pokann sinn.

    Og heim til sín aftur
    svo hélt hún fljótt,
    - undir pottinum fuðraði
    fram á nótt.

    Um annað, sem gerðist þar,
    enginn veit,
    - en Grýla varð samstundis
    södd og feit.

    Hún hló, svo að nötraði
    hamarinn,
    og kyssti hann
    Leppalúða sinn.

     

    Svo var það eitt sinn
    um einhver jól,
    að börnin fengu
    buxur og kjól.

    Og þau voru öll
    svo undurgóð,
    að Grýla varð hrædd
    og hissa stóð.

    En við þetta lengi
    lengi sat.
    Í fjórtán daga
    hún fékk ei mat.

    Þá varð hún svo mikið
    veslings hró,
    að loksins í bólið
    hún lagðist - og dó.

    En Leppalúði
    við bólið beið,
    - og síðan fór hann
    þá sömu leið.

    Nú íslensku börnin
    þess eins ég bið,
    að þau láti ekki hjúin
    lifna við.

  • Heims um ból

    Heims um ból, helg eru jól.

    Signuð mær son Guðs ól,

    frelsun mannanna, frelsisins lind,

    frumglæði ljóssins. En gjörvöll mannkind

    :,: meinvill í myrkrunum lá. :,:

     

    Heimi í, hátíð er ný.

    Himneskt ljós lýsir ský.

    Liggur í jötunni lávarður heims,

    lifandi brunnur hins andlega seims,

    :,: konungur lífs vors og ljóss. :,:

     

     

    Heyra má, himnum í frá

    englasöng, hallelújá.

    Friður á jörðu, því faðirinn er

    fús þeim að líkna, sem tilheyrir sér

    :,: samastað syninum hjá. :,:

     

  • Í Betlehem er barn oss fætt

    Í Betlehem er :,: barn oss fætt :,:

    Því fagni gjörvöll Adams ætt.

    :,: Hallelúja. :,:

     

    Það barn oss fæddi:,: fátæk mær:,:

    Hann er þó dýrðar drottinn skær.

    :,: Hallelúja. :,:

     

    Hann var í jötu :,: lagður lágt :,:

    en ríkir þó á himnum hátt.

    :,: Hallelúja. :,:

     

    Hann vegsömuðu :,: vitringar :,:

    hann tigna himins herskarar.

    :,: Hallelúja. :,:

     

    Þeir boða frelsi' og :,: frið á jörð :,:

    og blessun drottins barnahjörð.

    :,: Hallelúja. :,:

     

    Vér undir tökum :,: englasöng, :,:

    og nú finnst oss ei nóttin löng.

    :,: Hallelúja. :,:

     

    Vér fögnum komu :,: frelsarans :,:

    vér erum systkin orðin hans.

    :,: Hallelúja. :,:

     

    Hvert fátækt hreysi :,: höll nú er, :,:

    því guð er sjálfur gestur hér.

    :,: Hallelúja. :,:

     

    Í myrkrum ljómar :,: lífsins sól :,:

    Þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól.

    :,: Hallelúja. :,:

     

  • Jólahjól

    Undir jóla hjóla tré
    er pakki
    Undir jóla hjóla tré
    er voðalega stór pakki
    í silfurpappír
    og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn

    Skild'a vera jólahjól
    Skild'etta vera jólahjól
    Skild'a vera jólahjól
    Skild'etta vera jólahjól

    Úti í jólahjólabæ slær klukka
    úti í jólahjólabæ hringir jólahjólaklukkan jólin inn
    Ég mæni útum grá glugga
    og jólasveinninn glottir bakvið ský
    út í bæði

    Skild'a vera jólahjól
    Skild'etta vera jólahjól
    Skild'a vera jólahjól
    Skild'etta vera jólahjól

    Mamma og pabbi
    þegja og vilja ekkert segja

    Skild'a vera jólahjól
    Vona að þetta sé nú jólahjól
    Að þetta sé nú jólahjól
    óóóójeeeee

    Undir jóla hjóla tré
    er pakki
    Undir jóla hjóla tré
    er voðalega stór pakki
    í silfurpappír
    og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn
    út í bæði.

    Skild'a vera jólahjól
    Skild'etta vera jólahjól
    Skild'a vera jólahjól
    Skild'etta vera jólahjól
    skildetta vera hjólajól?
    ætli það sé mótorhjól

     

  • Jólasveinakvæði

    Segja vil ég sögu 
    af sveinunum þeim, 
    sem brugðu sér hér forðum 
    á bæina heim. 

    Þeir uppi á fjöllum sáust, 
    -eins og margur veit,- 
    í langri halarófu 
    á leið niður í sveit. 

    Grýla var þeirra móðir 
    og gaf þeim tröllamjólk, 
    en pabbinn Leppalúði, 
    -það var leiðindafólk. 

    Þeir jólasveinar nefndust, 
    -um jólin birtust þeir, 
    og einn og einn þeir komu, 
    en aldrei tveir og tveir. 

    Þeir voru þrettán 
    þessir heiðursmenn, 
    sem ekki vildu ónáða 
    allir í senn 

    Að dyrunum þeir læddust 
    og drógu lokuna úr. 
    Og einna helst þeir leituðu 
    í eldhús og búr. 

    Lævísir á svipinn 
    þeir leyndust hér og þar, 
    til óknyttanna vísir, 
    ef enginn nærri var. 

    Og eins, þó einhver sæi, 
    var ekki hikað við 
    að hrekkja fólk - og trufla 
    þess heimilisfrið. 

    Stekkjastaur kom fyrstur, 
    stinnur eins og tré. 
    Hann laumaðist í fjárhúsin 
    og lék á bóndans fé. 


    Hann vildi sjúga ærnar, 
    -þá varð þeim ekki um sel, 
    því greyið hafði staurfætur, 
    -það gekk nú ekki vel. 

    Giljagaur var annar, 
    með gráa hausinn sinn. 
    -Hann skreið ofan úr gili 
    og skaust í fjósið inn. 

    Hann faldi sig í básunum 
    og froðunni stal, 
    meðan fjósakonan átti 
    við fjósamanninn tal. 
    Stúfur hét sá þriðji, 
    stubburinn sá. 
    Hann krækti sér í pönnu, 
    þegar kostur var á. 

    Hann hljóp með hana í burtu 
    og hirti agnirnar, 
    sem brunnu stundum fastar 
    við barminn hér og þar. 

    Sá fjórði, Þvörusleikir, 
    var fjarskalega mjór. 
    Og ósköp varð hann glaður, 
    þegar eldabuskan fór. 

    Þá þaut hann eins og elding 
    og þvöruna greip, 
    og hélt með báðum höndum, 
    því hún var stundum sleip. 

    Sá fimmti Pottaskefill, 
    var skrítið kuldastrá. 
    -Þegar börnin fengu skófir 
    hann barði dyrnar á. 

    Þau ruku’upp, til að gá að 
    hvort gestur væri á ferð. 
    Þá flýtti’ ann sér að pottinum 
    og fékk sér góðan verð. 

    Sá sjötti Askasleikir, 
    var alveg dæmalaus.- 
    Hann fram undan rúmunum 
    rak sinn ljóta haus. 

    Þegar fólkið setti askana 
    fyrir kött og hund, 
    hann slunginn var að ná þeim 
    og sleikja á ýmsa lund.


    Sjöundi var Hurðaskellir, 
    -sá var nokkuð klúr, 
    ef fólkið vildi í rökkrinu 
    fá sér vænan dúr. 

    Hann var ekki sérlega 
    hnugginn yfir því, 
    þó harkalega marraði 
    hjörunum í. 


    Skyrjarmur, sá áttundi, 
    var skelfilegt naut. 
    Hann hlemminn o’n af sánum 
    með hnefanum braut. 

    Svo hámaði hann í sig 
    og yfir matnum gein, 
    uns stóð hann á blístri 
    og stundi og hrein. 

    Níundi var Bjúgnakrækir, 
    brögðóttur og snar. 
    Hann hentist upp í rjáfrin 
    og hnuplaði þar. 

    Á eldhúsbita sat hann 
    í sóti og reyk 
    og át þar hangið bjúga, 
    sem engan sveik. 

    Tíundi var Gluggagægir, 
    grályndur mann, 
    sem laumaðist á skjáinn 
    og leit inn um hann. 

    Ef eitthvað var þar inni 
    álitlegt að sjá, 
    hann oftast nær seinna 
    í það reyndi að ná. 

    Ellefti var Gáttaþefur 
    -aldrei fékk sá kvef, 
    og hafði þó svo hlálegt 
    og heljarstórt nef. 

    Hann ilm af laufabrauði 
    upp á heiðar fann, 
    og léttur, eins og reykur, 
    á lyktina rann. 


    Ketkrókur, sá tólfti, 
    kunni á ýmsu lag.- 
    Hann þrammaði í sveitina 
    á Þorláksmessudag. 

    Hann krækti sér í tutlu, 
    þegar kostur var á. 
    En stundum reyndist stuttur 
    stauturinn hans þá. 

    Þrettándi var Kertasníkir, 
    -þá var tíðin köld, 
    ef ekki kom hann síðastur 
    á aðfangadagskvöld. 

    Hann elti litlu börnin, 
    sem brostu glöð og fín, 
    og trítluðu um bæinn 
    með tólgarkertin sín. 

    Á sjálfa jólanóttina, 
    -sagan hermir frá,- 
    á strák sínum þeir sátu 
    og störðu ljósin á. 

    Svo tíndust þeir í burtu, 
    -það tók þá frost og snjór. 
    Á Þrettándanum síðasti 
    sveinstaulinn fór. 

    Fyrir löngu á fjöllunum 
    er fennt í þeirra slóð. 
    -En minningarnar breytast, 
    í myndir og ljóð

  • Nóttin var sú ágæt ein

    Nóttin var sú ágæt ein,

    í allri veröld ljósið skein,

    það er nú heimsins þrautarmein

    að þekkja' hann ei sem bæri.

    :,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:

     

    Í Betlehem var það barnið fætt,

    sem best hefur andar sárin grætt,

    svo hafa englar um það rætt

    sem endurlausnarinn væri.

    :,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:

     

    Fjármenn hrepptu fögnuð þann,

    þeir fundu bæði Guð og mann,

    í lágan stall var lagður hann,

    þó lausnarinn heimsins væri.

    :,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:

     

    Lofið og dýrð á himnum hátt

    honum með englum syngjum þrátt,

    friður á jörðu og fengin sátt,

    fagni því menn sem bæri.

    :,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:

     

    Þér gjöri' ég ei rúm með grjót né tré,

    gjarnan læt ég hitt í té,

    vil ég mitt hjartað vaggan sé,

    vertu nú hér, minn kæri.

    :,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:

     

    Umbúð verður engin hér

    önnur en sú þú færðir mér,

    hreina trúna að höfði þér

    fyrir hægan koddann færi.

    :,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:

     

    Á þig breiðist elskan sæt,

    af öllum huga' ég syndir græt,

    fyrir iðran verður hún mjúk og mæt,

    miður en þér þó bæri.

    :,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:

     

  • ó Grýla

     

    Grýla heitir grettin mær,
    Í gömlum helli býr,
    hún unir sér í sveitinni
    við sínar ær og kýr.
    Hún þekkir ekki glaum og glys
    né götulífsins spé
    og næstum eins og nunna er,
    þótt níuhundruð ára sé.
    Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla
    í gamla hellinum.

     

    Hún sinnir engu öðru
    nema elda nótt og dag,
    og hirðir þar um hyski sitt
    með hreinum myndarbrag.
    Af alls kyns mat og öðru slíku
    eldar hún þar fjöll.
    oní 13 jólasveina 
    og 80 tröll.
    Ó Grýla, ó Grýla, Ó Grýla
    í gamla hellinum.

     

    Já matseldin hjá Grýlu greyi
    er geysimikið streð.
    Hún hrærir deig, og stórri sleggju
    slær hún buffið með.
    Með járnkarli hún bryður bein
    og brýtur þau í mél
    og hrærir skyr í stórri og sterkri
    steypuhrærivél.
    Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla
    í gamla hellinum.

     

    Hún Grýla er mikill mathákur
    og myndi undra þig.
    Með malarskóflu mokar alltaf
    matnum upp í sig.
    Og ef hún greiðir á sér hárið,
    er það mesta basl,
    því það er reitt og rifið
    eins og ryðgað víradrasl.
    Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla
    í gamla hellinum.

     

     

     

     

     

    Og hjá þeim Grýlu og Leppalúða
    ei linnir kífinu,
    þótt hann Grýlu elski alveg
    út úr lífinu.
    Hann eltir hana eins og flón,
    þótt ekki sé hún fríð.
    Í sæluvímu sama lagið
    syngur alla tíð:
    Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla,
    ég elska bara þig.

     

  • Rúdolf með rauða trýnið

    Síglaðir jólasveinar
    sleðum aka niður´ í byggð,
    og hreindýrin draga hreykin
    hlössin þung af mestu dyggð.
    En raunmæddur hreinninn Rúdolf
    rauða trýnið strýkur æ,
    útundan alltaf hafður:
    "Aldrei með ég vera fæ."

    Þá rennur framhjá rammvilltur,
    ragur jólasveinn:
    "Þokan er svo þétt í nótt,
    en þitt er trýnið skært og rjótt,
    lýstu mér leið til bæja."
    Litli Rúdolf kættist þá,
    en hreindýrin aldrei aftur
    aumingjanum níddust á!

    Af trénu Rúdolf ungur át
    eintóm kerti rauð,
    síðan æ ef brosir blítt
    blikar ljós um trýni frítt.
    Nú hreinarnir aldrei aftur
    allir níðast Rúdolfi´ á,
    en óska sér upp til hópa
    einnig trýni rauð að fá!

     

  • Við kveikjum einu kerti á

    Við kveikjum einu kerti á

    hans koma nálgast fer

    sem fyrstu jól í jötu lá

    og jesubarnið er

     

    Við kveikjum tveimur kertum á

    og komu bíðum hans.

    Því Drottin sjálfur soninn þá

    mun senda í líking manns.

     

    Við kveikjum þremur kertum á

    því konungs beðið er,

    þótt jesú sjálfur jötu og strá

    á jólum kysi sér.

     

    Við kveikjum fjórum kertum á,

    brátt kemur gesturinn

    og allar þjóðir þurfa að sjá

    að það er felsarinn.

                    S. Murry/ Lilja Kristjánsdóttir

     

  • Þá nýfæddur Jesú

    Þá nýfæddur Jesú í Jötunni lá
    á jólunum fyrstu var dýrðlegt að sjá,
    þá sveimuðu englar frá himninum hans
    því hann var nú fæddur í líkingu manns.

    Þeir sungu "hallelúja" með hátíðarbrag,
    "nú hlotnast guðsbörnum friður í dag",
    og fagnandi hirðarnir fengu að sjá
    hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.

    Ég bið þig, ó Drottinn, að dvelja mér hjá,
    að dýrðina þína ég fái að sjá,
    ó blessa þú, Jesú, öll börnin þín hér,
    að búa þau fái á himnum með þér.

     

Söngbókin

Leikskólinn Vinagerði

Langagerði 1, 108 Reykjavík
411 3160
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sendu okkur póst
Innskráning