-
Ísland er land þitt
Ísland er land þitt og ávallt þú geymirÍsland í huga þér hvar sem þú ferðÍsland er landið sem ungan þig dreymirÍsland í vonanna birtu þú sérð.Ísland í sumarsins algræna skrúðiÍsland með blikandi norðljósatrafÍsland er feðranna afrekum hlúðiÍsland er foldin sem lífið þér gaf.Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymiríslensk er tunga þín skýr eins og gullíslensk er lind sem um æðar þér streymiríslensk er vonin af bjartsýni full.Íslensk er vornóttin albjört sem daguríslensk er lundin með karlmennsku þoríslensk er vísan, hinn íslenski braguríslensk er trúin á frelsisins vor.Ísland er land þitt því aldrei skalt gleymaÍslandi helgar þú krafta og starfíslenska þjóð þér er ætlað að geymaíslenska tungu, hinn dýrasta arf.Ísland sé blessað um aldanna raðiríslenska moldin er lífið þér gafÍsland sé falið þér eilífi faðirÍsland sé frjálst meðan sól gyllir haf. -
Ísland ögrum skorið
Ísland ögrum skorið,eg vil nefna þig,sem á brjóstum boriðog blessað hefur migfyrir skikkan skaparans.Vertu blessað, blessi þigblessað nafnið hans.Ísland ögrum skorið,eg vil nefna þig,:,: sem á brjóstum boriðog blessað hefur mig. :,: