-
Fljótt af stað
Fljótt af stað nú skal í skóla
skal í skóla, skal í skóla
Skólabjallan til vor kallar,
til vor kallar, til vor kallar
Bim, bam, bim,bam.
-
Hanna og kjóllinn
Hún Hanna fór í kjólinn
og hann var berjablár
svo steig hún upp á stólinn
og strauk sitt rauða hár.
Og spegillinn hann sagði:
„að sjá hvað þú ert fín
í berjabláa kjólnum
með bönd og rykkilín
Mig langar líka að sauma
mér lítinn bláan kjól
á litin eins og berin
sem vaxa´ á Álfhól
og dilla mér með Hönnu
og dansa Óla skans
og létta svo úr sóleyjum
fínan blómakrans.
-
Haust
Allt fram streymir endalaust,
ár og dagar líða
Nú er komið hrímkalt haust,
horfin sumarblíða
Kristján jónsson
-
Haustvísa
Hvert er horfið laufið
sem var grænt í gær?
Þótt ég um það spyrji
verð ég engu nær.
Blöðin grænu hafa visnað,
orðin gul og rauð.
Ef ég horfi miklu lengur
verður hríslan auð.
Nú er ís á vatni
sem autt var í gær.
Yfir landið hélugráum
ljóma slær.
Ég brýt heilann um það - segðu mér
hvað heldur þú?
Kemur haustið fyrst á morgun?
Er það komið nú?
Nú er grettin jörðin
eins og gamalt skar.
Sjást nú gráar hærur
þar sem grasið var.
Yfir fyrrum gróna bala
liggja frosin spor.
Ég verð kuldatíð að þola
þar til kemur vor
-
í berjamó
Nú blánar yfir berjamó,
og börnin smá i mosató,
og lautum leika sér
Þau koma, koma kát og létt,
á kvikum fótum taka sprett
:,: að tína, tína ber :,:
En heima situr amma ein,
að arni hvílir lúin bein
og leikur bros á brá,
er koma þau með körfur inn
og kyssa ömmu á vangann sinn
:,: og hlæja berjablá :,:
-
Í fjalladal
Í fjalladal, í fjalladaler fagurt oft á voriner grænkar hlíð og glóa blómog glymur loft af svanahlóm.Í fjallasal, í fjallasaler fagurt oft á vorin.Í fjalladal, í fjalladaler fagurt oft á haustiner hrímgað tindrar lauf og lyngog ljómar tunglskin allt í kring.Í fjallasal, í fjallasaler fagurt oft á haustin.þýskt lag/ Guðmundur Guðmundsson -
Könguló
Könguló, könguló,
bentu mér á berjamó.
Fyrir bláa berjaþúfu
skal ég gefa þér gull í skó,
húfu græna, skarlatsskikkju,
skúf úr silki' og dillidó.
-
Kveikjum eld
Kveikjum eld, kveikjum eld,
kátt hann brennur.
Sérhvert kveld, sérhvert kveld
syngjum dátt.
Örar blóð, örar blóð
um æðar rennur.
Blikar glóð, blikar glóð,
brestur hátt.
Hæ, bálið brennur,
bjarma á kinnar slær.
Að logum leikur
ljúfasti aftanblær.
Kveikjum eld, kveikjum eld,
kátt hann brennur.
Sérhvert kveld, sérhvert kveld,
syngjum dátt.
Oddgeir Kristjánsson/ Árni Johnsen
-
Litlu börnin leika sér
Litlu börnin leika sér, liggja mónum í,
þau liggja þar í skorningum og hlæja, hí, hí, hí,
þau úða berjum upp í sig og alltaf tína meir,
þau elska berin bláu og brauðið með.
Í berjamó er gaman, börnin leika saman,
börnin tína í bolla og brosa við.
Sólin litar hólinn, heiðbláan kjólinn,
um jörðu hrærast því ljúft er geð.
þjóðvísa
-
Sumri hallar
Sumri hallar hausta fer,
heyri snjallir ýtar:
Hafa fjallahnúkarnir,
húfur mjallahvítar.
Girnast allar elfur skjól
undir mjallarþaki
Þorir varla´ að sýna sól
sig að fjallabaki
Verður svalt því veður' er breytt
vina eins og geðið.
Þar sem allt var áður heitt
er nú kalt og freðið.
Sestu hérna, sólskinsbarn,
sumar hjá þér dvelur,
meðan haustsins gráa garn
grösin jarðar felur.
Ég get verið þíðan þín
þegar allt er frosið,
því sólin hún er systir mín,
sagði litla brosið.
Ísl. þjóðlag
-
Út um mó
Út um mó, inn í skóg,
upp í hlíð í grænni tó.
Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,
tína, tína, tína má.
Tína þá berjablá
börn í lautu til og frá.
Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,
tína, tína, tína má.
-
Úti um mó
Úti um mó, inn í skóg,
upp í hlíð í grænni tó.
Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,
tína, tína, tína, má.
Tína þá, berjablá,
börn í lautu til og frá
Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,
tína, tína, tína, má.
-
Þýtur í laufi
Þýtur í laufi, bálið brennur
blærinn hvíslar sofðu rótt.
Hljóður í hafið röðull rennur,
roðnar og býður góða nótt.
Vaka þá ennþá vinir saman,
varðeldi hjá í fögrum dal.
Lífið er söngur, glaumur, gaman.
Gleðin hún býr í fjallasal.
Aldís Ragnarsdóttir/ Tryggvi Þorsteinsson