- Gleði og friðar jól
- Gömul vísa um vorið
- Hátíð í bæ
- Hvít jól
- Í skóginum stóð kofi einn
- Íslenskt vögguljóð á Hörpu
- Jólasveinninn kemur í kvöld
- Jólasveinninn minn
- Jólin alls staðar
- jólin jólin
- Jólin koma
- Krakkar úti kátir hoppa
- Litla jólabarn
- Maístjarnan
- Mér um hug hjarta nú
- Nú er Gunna
- Nú er vetur úr bæ
- Senn kemur vor
- Sjá vetur karl er vikin frá
- Skín í rauðar skotthúfur
- Skreytum hús
- Smaladrengurinn
- Snæfinnur snjókarl
- Snjókorn falla
- Vertu til
- Við göngum mót hækkandi sól
- Vorið góða
- Vorvindar
- Það á að gefa börnum brauð
- Það heyrast jólabjöllur
-
Gleði og friðar jól
Út með illsku’ og hatur,
inn með gleði’ og frið,
taktu’ á móti jólunum
með Drottinn þér við hlið.
Víða’ er hart í heimi,
horfin friðar sól.
Það geta ekki allir haldið
gleði’ og friðarjól.
Mundu að þakka Guði
gjafir, frelsi’ og frið.
Þrautir, raunir náungans
víst koma okkur við.
Bráðum klukkur klingja,
kalla heims um ból,
vonandi þær hringja flestum
gleði’ og friðarjól.
Biðjum fyrir öllum þeim
sem eiga bágt og þjást.
Víða mætti vera meira’
um kærleika og ást.
Bráðum koma jólin,
bíða gjafirnar.
Út um allar byggðir
verða boðnar kræsingar,
en gleymum ekki Guði,
hann son sinn okkur fól.
Gleymum ekki’ að þakka
fyrir gleði’ og friðarjól.
-
Gömul vísa um vorið
Ó, slá þú hægt mitt hjartaog hræðstu ei myrkrið svarta.Með sól og birtu bjarta þér birtist vor á ný.Og angan rósa rauðramun rísa af gröfum dauðraOg vesöld veikra og snauðramun víkja fyrir þvíUm daga ljósa og langa,er ljúft sinn veg að ganga,með sól og vor um vangaog veðrin björt og hlý.Þá rýs af gömlum grunnihvert gras í túni og runniHún, sem þér eitt sinn unni,elskar þig kannski á ný.Gunnsteinn Ólafsson/ Steinn Steinar -
Hátíð í bæ
Yfir fannhvíta jörð leggur frið
þegar fellur mjúk logndrífa á grund.
Eins og heimurinn hinkri aðeins við,
haldi niðri sér anda um stund.
Eftirvæntingu í augum má sjá,
allt er einhvað svo spennandi í dag.
Jafnvel kisa hún tiplar á tá,
þorir tæplega að mala sitt lag.
:;:Svo berst ómur og samhljómur
til eyrna af indælum söng.
Tvíræð bros mætast og börnin kætast,
en biðin er börnunum löng.
Loksins kveikt er á kertum í bæ,
þá er kátt um öll mannana ból.
Og frá afskekktum bæ út við sæ,
ómar kveðjan um Gleðileg jól.:;: -
Hvít jól
Ég man þau jólin, mild og góð
er mjallhvít jörð í ljóma stóð.
Stöfum stjörnum bláum,
frá himni háum
í fjarska kirkjuklukknahljóm.
Ég man þau jól, hinn milda frið
á mínum jólakortum bið
að æfinlega eignist þið
heiða daga, helgan jólafrið. -
Í skóginum stóð kofi einn
Í skóginum stóð kofi einn,
sat við gluggann jólasveinn,
þá kom lítið héraskinn
sem vildi komast inn:
"Jólasveinn, ég treysti' á þig,
því veiðimaður skýtur mig."
"Komdu litla héraskinn,
því ég er vinur þinn."
En veiðimaður kofann fann,
jólasveininn spurði hann:
"Hefur þú séð héraskinn
hlaupa' um hagann þinn?"
"Hér er ekkert héraskott.
Hypja þú þig héðan brott."
Veiðimaður burtu gekk,
og engan héra fékk.
-
Íslenskt vögguljóð á Hörpu
Ég skal vaka og vera góðvininum mínum smáa,meðan óttan rennur rjóðroðar kambinn bláaog Harpa syngur hörpuljóðá hörpulaufið gráa.Stundum var í vetur leiðveðrasamt á glugga.Var ekki eins og væri um skeiðvofa í hverjum skugga?Fáir vissu að vorið beiðog vorið kemur að hugga.Sumir fóru fyrir jólfluttust burt úr landi.Heillum snauðir heims um bólhús þeir byggja á sandi.Í útlöndum er ekkert skjóleilífur stormbeljandi.Þar er auðsýnt þurradrambþeim sem út er borinn.Engin sól rís yfir kambyfir döggvuð sporin.Þar sést hvorki lítið lambné lambagras á vorin.Þá er börnum betra hérvið bæjarlækinn smáaí túninu þar sem tryppið er.Tvævetluna gráaskal ég góði gefa þérog gimbilinn hennar fráa.Og ef þig dreymir ástin mínOslóborg og Róma,vængjaðan hest, sem hleypur og skínhleypur og skín með sóma,ég skal gefa þér upp á grínallt með skyri og rjóma.Eins og hún gaf þér íslenskt blóðungi draumsnillingurmegi loks hin litla þjóðleggja á hvarm þér fingurá meðan Harpan hörpuljóðá hörpulaufið syngur.Halldór Laxness -
Jólasveinninn kemur í kvöld
Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,
ekki nein köll því áðan barst frétt:
Jólasveinninn kemur í kvöld!
Hann arkar um sveit og arkar í borg
og kynja margt veit um kæti og sorg.
Jólasveinninn kemur í kvöld!
Hann sér þig er þú sefur,
hann sér þig vöku í.
og góðum börnum gefur hann
svo gjafir, veistu' af því.
Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,
ekki nein köll því áðan barst frétt:
Jólasveinninn kemur í kvöld!
Með flautur úr tré og fiðlur í sekk,
bibbidíbe og bekkedíbekk.
Jólasveinninn kemur í kvöld!
Og brúður í kjól sem bleyta hvern stól,
flugvélar, skip og fínustu hjól.
Jólasveinninn kemur í kvöld!
Og engan þarf að hryggja
því allir verða með
er börnin fara' að byggja sér
bæ og þorp við jólatréð.
Hæ! Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,
ekki nein köll því áðan barst frétt:
Jólasveinninn kemur í kvöld. -
Jólasveinninn minn
Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
ætlar að koma í dag
Með poka af gjöfum
og segja sögur
og syngja jólalag
Það verður gaman
þegar hann kemur
þá svo hátíðlegt er
Jólasveinninn minn,
káti karlinn minn
kemur með jólin með sér
Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
ætlar að koma í kvöld
Ofan af fjöllum
með ærslum og köllum
hann labbar um um holtin köld
Hann er svo góður
og blíður við börnin
bæði fátæk og rík
Enginn lendir í
jólakettinum
allir fá nýja flík
Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
arkar um holtin köld
Af því að litla
jólabarnið
á afmæli í kvöld
Ró í hjarta,
frið og fögnuð
flestir öðlast þá
Jólasveinninn minn,
komdu karlinn minn
kætast þá börnin smá. -
Jólin alls staðar
Jólin, jólin alls staðar
með jólagleði og gjafirnar.
Börnin stóreyg standa hjá
og stara jólaljósin á.
Jólaklukka boðskap ber
um bjarta framtíð handa þér
og brátt á himni hækkar sól,
við höldum heilög jól.
-
jólin jólin
Jólin jólin jólin koma brátt,
jólaskapið kemur smátt og smátt.
Snjórinn fellur flygsum í
nú fagna litlu börnin því.
Jólin jólin jólin koma brátt,
jólabörnin þvo sér hátt og lágt.
Klæðast fínu fötin í
og flétta hár og greiða.
Hæ hó og jólabjöllurnar
þær óma alls staðar
svo undur hljómfagrar.
Hæ hó og jólagjafirnar
þær eru undarlega lokkandi
svo óskaplega spennandi.
Hæ hó og jólasveinarnir
svo feikna fjörugir
og flestir gjafmildir.
Hæ hó og jólakökurnar
þær eru blátt áfram það besta sem ég fæ. -
Jólin koma
Er nálgast jólin lifnar yfir öllum
það er svo margt sem þarf að gera þá
og jólasveinar fara uppá fjöllum
að ferðbúast og koma sér á stjá.
Jólin koma, jólin koma
og þeir kafa snjó á fullri fart.
Jólin koma, jólin koma
allir búast í sitt besta skart.
Hún mamma'er heima' að skúra banka' og bóna
og bakar sand af fínu tertunum
og niðri'í bæ er glás af fólki' að góna
á gjafirnar í búðagluggunum.
Jólin koma, jólin koma
allir krakkar fá þá fallegt dót.
Jólin koma, jólin koma
þá er kátt og alls kyns mannamót.
Hann er svo blankur auminginn hann pabbi
að ekki gat hann gefið mömmu kjól
svo andvarpar hann úti' á búðalabbi
það er svo dýrt að halda þessi jól.
Jólin koma, jólin koma
allt í flækju' og menn í feikna ös.
Jólin koma, jólin koma
fólk og bílar allt í einni kös. -
Krakkar úti kátir hoppa
Krakkar út kátir hoppaúr koti og höll.Léttfættu lömbin skoppaum laut og völl.Smalar í hlíðum hóasitt hvella lag.Kveður í lofti lóasvo léttan brag.Vetrarins fjötur fellurþá fagnar geð.Skólahurð aftur skellurog skruddan með.Sóleyjar vaxa í varpaog vorsól skín.Velkomin vertu, Harpa,með vorblóm þín. -
Litla jólabarn
Jólaklukkur klingja,
kalda vetrarnótt.
Börnin sálma syngja
sætt og ofurhljótt.
Englaraddir óma
yfir freðna jörð.
Jólaljósin ljóma
lýsa upp myrkan svörð.
Litla jólabarn, litla jólabarn
ljómi þinn stafar geislum
um ís og hjarn.
Indæl ásýnd þín
yfir heimi skín,
litla saklausa jólabarn.
Ljúft við vöggu lága
lofum við þig nú.
Undrið ofursmáa
eflir von og trú.
Veikt og vesælt alið
varnarlaust og smátt,
en fjöregg er þér falið
framtíð heims þú átt.
Litla jólabarn.........
Er þú hlærð og hjalar,
hrærist sála mín.
Helga tungu tala
tærblá augu þín.
Litla brosið bjarta
boðskap flytur enn.
Sigrar mirkrið svarta
sættir alla menn.
Litla jólabarn...........
-
Maístjarnan
Ó hve létt er þitt skóhljóðog hve lengi ég beið þín,það er vorhret á glugganapur vindur sem hvín,en ég veit eina stjörnueina stjörnu sem skínog nú loks ertu kominþú ert komin til mín.Það eru erfiðir tímarþað er atvinnuþrefég hef ekkert að bjóðaekki ögn sem ég gef,nema von mína og líf mitthvort ég vaki eða sefþetta eitt sem þú gafst mérþað er allt sem ég hef.En í kvöld líkur vetrisérhvers vinnandi mannsog á morgun skín maísólþað er maísólin hans.Það er maísólin okkarokkar einingabandsfyrir þér ber ég fánaþessa framtíðarlands.Jón Ásgeirsson/ Halldór Laxness -
Mér um hug hjarta nú
Mér um hug og hjarta nú
hljómar sætir líða.
Óma vorljóð, óma þú
út um grundir víða.
Hljóma þar við hús þú sér
hýrleg blómin skína.
Fríðri rós, er fyrir ber,
færðu kveðju mína.
Þýskt þjóðlag/ Steingrímur Thorsteinsson
-
Nú er Gunna
Nú er Gunna' á nýju skónum,
nú eru' að koma jól,
Siggi er á síðum buxum,
Solla' á bláum kjól.
Mamma' er enn í eldhúsinu
eitthvað að fást við mat,
indæla steik hún er að færa
upp á stærðar fat.
Pabbi enn í ógnar basli
á með flibbann sinn:
"Fljótur, Siggi, finndu snöggvast
flibbahnappinn minn!"
Kisu' er eitthvað órótt líka,
út fer brokkandi,
ilmurinn úr eldhúsinu
er svo lokkandi.
Á borðinu' ótal bögglar standa,
bannað að gægjast í.
Kæru vinir, ósköp erfitt
er að hlýða því.
Jólatréð í stofu stendur,
stjörnuna glampar á,
kertin standa' á grænum greinum,
gul og rauð og blá.
-
Nú er vetur úr bæ
Nú er vetur úr bæ,rann í sefgrænan sæog þar sefur í djúpinu væra,en sumarið blítt,kemur fagurt og fríttmeður fjörgjafar-ljósinu skæra.Brunar fley yfir sund.Flýgur fákur um grund.Kemur fugl heim úr suðrinu heita.Nú er vetur úr bæ,rann í sefgrænan sæ,nú er sumrinu fögnuð að veita -
Senn kemur vor
Senn kemur vorsólin vermir spor.Rísa af rökkurblundrunnar og blóm.Fjallalind fríðlaus við frost og vetrar hríð,létt og blíttí lautum hjalar, í lautum hjalar,í lautum hjalar hún við lágan stein.Fuglinn minn flaug,frjáls um loftið smaug.Leitaði strandar í lifandi þránorður til mínþar sem nætursólin skín,kvað hann þásvo kátum rómi, svo kátum rómi,svo kátum rómi hátt um kvöldin löng.Dimitri Kabalevski/ Sigríður I Þorgeirsdóttir -
Sjá vetur karl er vikin frá
Sjá, vetur karl er vikinn frá,og vorið komið er.Út því hugur stefnireins og vera ber.Og upp til fjalla oftast þáæskan glaðvær fer,en ellin segir bara:Þetta er ungt og leikur sér.Ef þú átt fríút skaltu, þvíað inni að húka í einum kúter ekkert vit, nei farðu út.Ef þú átt fríút skaltu, þvíþað eflir þig og gleðurog yngir þig á ný. -
Skín í rauðar skotthúfur
Skín í rauðar skotthúfur
skuggalangan daginn,
jólasveinar sækja að,
sjást um allan bæinn.
Ljúf í gleði leika sér
lítil börn í desember,
inni' í friði' og ró,
úti' í frosti' og snjó
því að brátt koma blessuð jólin,
bráðum koma jólin.
Uppi' á lofti, inni' í skáp
eru jólapakkar,
titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki í bæinn inn,
inn í frið og ró,
inn úr frosti' og snjó
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.
Stjörnur tindra stillt og rótt,
stafa geislum björtum.
Norðurljósin logaskær
leika' á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember
þó að feyki snjó
þá í friði' og ró
við höldum heilög jólin,
heilög blessuð jólin.
-
Skreytum hús
Skreytum hús með grænum greinum,
tra la-la-la-la, la-la-la-la.
Gleði ríkja skal í bænum,
tra la-la-la-la, la-la-la-la.
Tendrum senn á trénu bjarta,
tra la-la, la-la-la, la-la-la.
Tendrum jól í hverju hjarta,
tra la-la-la-la, la-la-la-la.
Ungir gamlir _ allir syngja:
tra la-la-la-la, la-la-la-la.
Engar sorgir hugann þyngja,
tra la-la-la-la, la-la-la-la.
Jólabjöllur blíðar kalla,
tra la-la, la-la-la, la-la-la.
boða frið um veröld alla,
tra la-la-la-la, la-la-la-la.
-
Smaladrengurinn
Út um græna grundugakktu hjörðin mín,yndi vorsins undu,ég skal gæta þín.Sól og vor ég syng um ,snerti gleðistreng,leikið lömb í kring umlítinn smaladreng. -
Snæfinnur snjókarl
Snæfinnur snjókarl
var með snjáðan pípuhatt,
gekk í gömlum skóm
og með grófum róm
gat hann talað, rétt og hratt.
"Snæfinnur snjókarl!-
bara sniðugt ævintýr,"
segja margir menn,
en við munum enn
hve hann var mildur og hýr.
En galdrar voru geymdir
í gömlu skónum hans:
Er fékk hann þá á fætur sér
fór hann óðara í dans.
Já, Snæfinnur snjókarl,
hann var snar að lifna við,
og í leik sér brá
æði léttur þá,
- uns hann leit í sólskinið.
Snæfinnur snjókarl
sneri kolli himins til,
og hann sagði' um leið:
"Nú er sólin heið
og ég soðna hér um bil."
Undir sig tók hann
alveg feiknamikið stökk,
og á kolasóp
inn í krakkahóp
karlinn allt í einu hrökk.
Svo hljóp hann einn,-
var ekki seinn _
og alveg nið'r á torg,
með sæg af börnum söng hann lag
bæði' í sveit og höfuðborg.
Já, Snæfinnur snjókarl
allt í snatri þetta vann,
því að yfir skein
árdagssólin hrein
og hún var að bræða hann.
-
Snjókorn falla
Snjókorn falla á allt og alla
börnin leika og skemmta sér
nú ert árstíð kærleika og friðar
komið er að jólastund
Vinir hittast og halda veislur
borða saman jólamat
gefa gjafir - fagna sigri ljóssins
syngja saman jólalag.
Á jólaball við höldum í kvöld
ég ætl'a' kyssa þig undir mistiltein í kvöld
við kertaljóssins log
Götur ljóma - söngvar óma
gömlu lögin syngjum hátt
bara'ef jólin væru aðeins lengri
en hve gaman væri þá. -
Vertu til
Vertu til er vorið kallar á þigvertu til að leggja hönd á plóg,komdu út því að sólskinið vill sjá þigsveifla haka og rækta nýjan skóg - heisveifla haka og rækta nýjan skóg - hei.B. Rubaschkin/ Tryggvi Þorsteinsson -
Við göngum mót hækkandi sól
Við göngum mót hækkandi sól, sól, sólog sjáum hana þíða allt er kól, kól, kólSvo vætlurnar streymaog vetrinum gleyma,því vorið er komið með sól, sól, sól.Ó, heill sé þér, bráðláta vor, vor, vorog velkomið að greikka okkar spor, spor, sporÞví ærsl þín og lætiog ólgandi kætier æskunnar paradís, vor, vor, vor. -
Vorið góða
Vorið góða grænt og hlýttgræðir fjör um dalinn.Allt er nú sem orðið nýttærnar, kýr og smalinn.Kveður í runni, kvakar í mókvikur þrastasöngur.Eins mig fýsir alltaf þóaftur að fara í göngur. -
Vorvindar
Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir,geysast um löndin rétt eins og börn.Lækirnir skoppa, hjala og hoppa,hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn.:,: Hjartað mitt litla, hlustaðu á.Hóar nú smalinn brúninni frá.Fossbúinn kveður, kætir og gleður.Frjálst er í fjallasal.:,: -
Það á að gefa börnum brauð
Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð
svo komist þau úr bólunum,
væna flís af feitum sauð
sem fjalla gekk af hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð,
gafst hún upp á rólunum. -
Það heyrast jólabjöllur
Það heyrast jólabjöllur
og o´n úr fjöllunum fer
flokkur af jólaköllum til að
gantast við krakkana hér.
Beint niður fjallahlíðar
þeir fara á skíðum með söng
og flestir krakkar bíða
með óþreyju síðkvöldin löng.
Svo dynja hlátrasköllin
svo hristast fjöllin af því
hópur af jólaköllum
eru´ að tygja sig ferðina í.
Það bíða spenntir krakkar
sem kátir hlakka svo til
og gjafir um miðnæturbil.
Komdu fljótt, komdu fljótt,
kæri jólasveinn
Það kveða við hróp
og börnin litlu bíða´
í stórum hóp.
Komdu fljótt, komdu fljót,
kæri jólasveinn
er kallað á ný
Miklar annir eru á heimilinu allt á ferð
því nú elda skal nú krásirnar af bestu gerð.
Bæði hangikjöt, steik og rjúpur
svo er rauðkál afbragðs gott
þykkur rúsínugrautur settur er í bott.
Og á jólatrénu loga skæru ljósin smá
þar í löngum röðum bæði fagurgræn og blá
nú er stundin er renna upp
og koma aðfangadagskvöld
Það heyrast jólabjöllur
og o´n úr fjöllunum fer
flokkur af jólaköllum til að
gantast við krakkana hér.
Beint niður fjallahlíðar
þeir fara á skíðum með söng
og flestir krakkar bíða
með óþreyju síðkvöldin löng.