Leikskólinn Vinagerði tók til starfa 1. september 2006 en hann hafði áður verið einkarekinn. Leikskólinn er í gamalgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavik þar sem næsta umhverfi býður uppá fallegar og barnvænar gönguleiðir og skemmtileg leiksvæði sem er gaman að kanna. Húsið var byggt 1964 af KFUM og K og voru þau með starf í húsinu til ársins 2002. Grunnskóli hverfisins er Breiðagerðisskóli.
Í Vinagerði eru 60 börn á þremur deildum. Húsið er tveggja hæða og eru yngri deildirnar, Trölla- og Álfagerði á neðri hæðinni. Elstu barna deildin, Drekagerði og hreyfisalurinn Skessugerði eru á efri hæð, ásamt starfsmannaaðstöðu.
Leiðarljós leikskólans eru gleði, hvatning og nærgætni.
Áhersla er lögð á skapandi starf, frjálsan leik og að umhverfi barnanna veki forvitni og vellíðan.
Marvisst er unnið með umhverfismennt og að börn verði læs á umhverfi sitt.
Við nýtum mikið verðlaust efni og náttúrulegan efnivið en auk þess er boðið upp á gott úrval af vönduðu leikefni.
Við vinnum með Leikur að læra sem gengur út að kenna börnum gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipulagðan, líflegan og árangursríkan hátt.
Útileiksvæði er gott og vel skipulagt.
Í Vinagerði starfar metnaðarfullur og hress hópur af fólki með fjölbreytta menntun.
Leikskólastjóri er Harpa Ingvadóttir. Sími 553 8085 / 664 8168 This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Aðstoðarleikskólastjóri er Sigríður Dista Jónsdóttir