Samkvæmt lögum um leikskóla verður foreldraráð að vera starfandi við hvern leikskóla. Kosning í foreldraráð skal fara fram að hausti og skulu minnst þrír sitja í því auk leikskólastjóra. Sú hefð hefur skapast hér í Vinagerði að einn fulltrúi er tilnefndur af foreldrafélaginu og er tengiliður milli foreldrafélagsins og foreldraráðsins.
Foreldraráð fer yfir starfsáætlun leikskólans og gefur umsögn um hana, auk þess sem það fer yfir fyrirkomulag skipulagsdaga og sumarlokun leikskólans. Tilkynna verður til foreldraráðs ef á að gera meiri háttar breytingar á rekstri og uppeldisstarfi leikskólans.
Foreldraráð Vinagerðis leikskólaárið 2019-2020
Harpa Ingvadóttir - Leikskólastjóri
Kristín Anna Tryggvadóttir - Álfagerði og Drekagerði
Stefanía Fanney Jökulsdóttir - Drekagerði
Úlfhildur Guðjónsdóttir - Álfagerði