Sérstaða okkar

Sérstök áhersla er lögð á umhverfismennt og stærðfræði og á starfið og umhverfi barnanna að bera þess merki.
Áherslur leikskólans kjarnast í árstíða- og annahring uppeldisstarfsins. Hringurinn skiptist niður í fjórar annir þar sem barnið er í innsta kjarna. Hver önn tekur mið af árstíðum og áherslum leikskólans þar sem leikur og nám eru samofnir þættir.

Árstíða- og annahringur
Markmið og leiðir í umhverfismennt
 • Að leggja áherslu á að börnin beri virðingu fyrir náttúrunni og leitast við að opna augu þeirra fyrir fegurð hennar.
 • Að börnin læri að ganga vel um leikskólann og umhverfi hans.
 • Að leitast við eftir megni að nota efnivið úr náttúrunni til sköpunar og að eðlislæg forvitni barna fái útrás í útivist og hreyfingu.
 • Að hvetja börnin til að raða, flokka og greina.
 • Að fylgjast með trjám og gróðri í nánasta umhverfi.
 • Að gera tilraunir með efnivið úr náttúrunni.
 • Að börnin hafi aðgang að náttúruhorni þar sem eru alls konar fræðslubækur s.s. landakort og bækur um dýr og jurtir.
 • Náttúrulegur efniviður skal vera í boði ásamt öðrum efnivið í öllum námssviðum leikskólans
Markmið og leiðir í stærðfræði
 • Að örva snertiskyn barna og líkamsvitund. Telja fingur og læra heiti þeirra. Læra heiti líkamshluta t.d. með snertingu.
 • Að raða, flokka greina og skipuleggja eftir röð, reglu og mynstri
 • Að leika með talnaröð og fjölda. Kynnast rúmmáli, dýpt o.fl.
 • Að leika sér með og nota stærfræðihugtök s.s. meira en, minna en, jafn mikið, þykkt, þunnt. mjótt,breitt osv.fr Skoða eiginleika efna, jafnvægi, þyngd, stöðugleiki.
 • Að leika sér með mælingar, formlegar sem óformlegar. Finna lausnir.