Hagnýtar upplýsingar

Article Index

Í leikskólanum læra börnin að taka fyrstu skrefin í samfélaginu. Það er því mikilvægt að foreldrar eigi þess kost að fylgjast vel með uppeldisstarfinu í leikskólanum. Dagskipulagið er ramminn utan um allt daglega starfið og veitir  börnunum öryggi og festu fyrir utan þá nauðsynlegu endurtekningu sem börn þurfa. Aðalnámskrá leikskóla leggur ákveðnar línur eða námssvið sem er unnið eftir en leikurinn er viðurkennd námsleið barna. Uppeldisstarfið í leikskólanum er byggt á kenningum J. Dewey.