Eldhúsið Holt

 Í febrúar 2016 tók Skólaaskur sem fyrirtækið ISS rekur við reksti eldhúss Vinagerðis.
Maturinn kemur til okkar tilbúin til eldunar (hrár) og er hann því alltaf ferskur og nýr. Það sama er að segja um brauðið sem kemur nýbakað á hverjum degi. Leitast er við að hafa máltíðirnar eins barnvænar og unnt er. Fiskur er tvisvar í viku, súpa eða spónamatur einu sinni í viku og kjötmáltíðir einu sinni til tvisvar í viku.
Börnin fá ávexti einu sinni til þrisvar á dag.

Starfsmaður eldhússins sér alfarið um allt sem viðkemur eldhúsinu og þvotta leikskólans. Starfsmaðurinn er ráðinn af ISS.

Unnið er samkvæmt eftirlitskerfi GÁMESS og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sér um eftirlit.


Ef um fæðuofnæmi er að ræða hjá börnum er komið til móts við þarfir þeirra barna. Þó skal tekið fram að það þarf að koma með læknisvottorð um sérfæði.