Deildir Vinagerðis

Undirstaða daglegs lífs í leikskóla grundvallast á ákveðnum athöfnum sem lúta að þroska og þörfum barna. Hver athöfn á sér ákveðin    tíma í dagskipulaginu sem eru endurteknar dag eftir dag. Þessi endurtekning veitir barninu öryggi og festu og gefur því tilfinningu fyrir tíma og atburðarás.

 


Dagskipulag Vinagerðis.

           07:30  Leikskólinn opnar. Tekið á móti börnunum í Tröllagerði og 7:45 í Drekagerði.
08:15 - 08:45  Morgunverður Drekagerði borðar á sinni deild. 
09:00 - 11:00  Samverustund / Hópastarf / Ávaxtastund / Útivera
10:00 - 11:00  Val / Útivist/ Samvera.
11:00 - 11:30  Frágangur / Handþvottur / Salerni 
11:30 - 12:00  Hádegismatur. Öll börnin borða á sama tíma í matsal og í Tröllagerði
12:00 - 12:45  Hvíld eldri barna
12:00 - 13:30  Hvíld yngri barna
13:30 - 14:30  Frjáls leikur / Útivera / samverustund 
14:30 - 15:00  Miðdegiskaffi.  
15:00 - 16:30  Frjáls leikur/  Val / Útivera
16:30 - 17:15  Rólegur leikur / Börnum skilað á Álfagerði og Drekagerði 
           17:15  Leikskólinn lokar 

Menning, hefðir og siðir eru að mótast í Vinagerði

Margt hefur áhrif á hvernig og hvers vegna leikskólastarf mótast. Það sem vegur ef til mest er samsetning barna- og starfsmannahópsins. Sumar hefðir tengjast hátíðum, þjóðháttum og tyllidögum. Þjófélagið sem við lifum í og menning þess hlýtur alltaf   að speglast í starfi leikskólans. Þannig er leikskólinn mikilvægur hlekkur til að færa ákveðna þekkingu og fræðslu milli kynslóða. Einkenni  starfsins í Vinagerði er hópastarfið þar sem börnin vinna í ákveðnum hópum dag hvern og uppeldisstefnan; stærðfræði og  umhverfismennt. Fjölmenning er sýnileg í leikskólanum eins og í samfélaginu. Börn og starfsmenn koma frá mörgum þjóðum, menning  þeirra bætir við og eykur menningu okkar og gerir okkur ríkari og víðsýnni.

Afmæli barna

  Sú hefð hefur skapast að þegar barn á afmæli gegnir það sérstaklega mikilvægu hlutverki þann daginn í leikskólanum og ýmislegt er  gert til að það njóti dagsins. Ef foreldrar vilja bjóða uppá eitthvað má koma með ávexti eða grænmeti að höfðu samráði við deildarstjóra.