Foreldrafélag Vinagerðis

Starfsreglur foreldrafélags Vinagerðis

 1. Nafn félagsins er Foreldrafélag Vinagerðis.
 2. Félagar eru foreldrar/ forráðamenn barna í Vinagerði og starfsmenn leikskólans.
 3. Markmið félagsins er að:
  • Stuðla að velferð barnanna í leikskólanum
  • Efla tengsl foreldra og forráðamanna við starfsmenn og starf leikskólans m.a. með árvissum viðburðum svo sem leiksýningum, sumarhátíð og opnu húsi.
 4. Aðalfundur félagsins skal haldinn á hverju hausti og kosin ný stjórn. Stjórn félagsins skal skipuð fulltrúum frá hverri deild auk fulltrúa leikskólans. Stjórn skiptir með sér verkum
 5. Árgjald félagsins skal innheimt tvisvar sinnum ári. Ekki er greitt fyrir júlí og ágúst.
  Systkini greiðir hálft gjald.

  Í stjórn 

  Björk Hauksdóttir

  Þóra Ágústsdóttir

  Jens Elvar Sævarsson

  Thi Hang Pham